Veður

Hvass­viðri á Vest­fjörðum í dag og stormur á Suður­landi á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Smám saman lægir síðar í dag og rofar til.
Smám saman lægir síðar í dag og rofar til. Vísir/Vilhelm

Tvær minniháttar lægðir hringsóla nú út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að norðaustlæg átt verði ríkjandi, allhvöss eða hvöss á Vestfjörðum, en annars hægari. Smám saman lægir síðar í dag og rofar til. Hiti verður á bilinu núll átta stig þar sem mildast verður syðst.

„Við Nýfundnaland er vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur og hennar fer að gæta á morgun, með austanhvassviðri eða -stormi og rigningu syðst á landinu seinni partinn. Heldur hægara og úrkomuminna fyrir norðan, en rignir einnig talsvert austanlands um kvöldið og hlýnar.“

Segir að reikna megi með vindhviðum að 35 til 40 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum síðdegis. Slíkir vindar séu varasamir ökutækjum, sem taia á sig mikinn vind.

Á miðvikudag er spáð norðaustanátt með rigningu víða á landinu og slyddu til fjalla, en þurrviðri suðvestan til og heldur kólnandi veðri.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vaxandi austan og norðaustanátt, 10-18 m/s og rigning seinnipartinn, en 18-25 m/s syðst á landinu. Talsverð rigning um tíma A-til. Dregur úr vindi og úrkomu S-lands um kvöldið. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Norðaustan 10-18 m/s N-til, en annars hægari vindur. Rigning eða slydda víða um land, en lengst af úrkomulítið S-lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Ákveðin norðaustanátt NV-til, annars hægari. Dálítil rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Útlit fyrir hæga norðanátt, birtir víða til og kólnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×