Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 12:16 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27