Veður

Hægt vaxandi suð­austan­átt með hlýnandi veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig seinnipartinn.
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig seinnipartinn. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega reikna með hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri þar sem muni fari að rigna sunnan- og vestanlands. Allhvass eða hvass vindur þar seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

Er spáð fimm til þrettán metrum á sekúndum með morgninum og vaxandi suðaustanátt með rigningu eftir hádegi, fyrst á Suður- og Vesturlandi. Suðaustan tíu til átján metrar í kvöld, en lægir svo í nótt.

Hiti verður á bilinu tvö til átta stig seinnipartinn.

Lægir mikið til morguns og víða þurrt og milt veður, en dálítil væta um landið vestanvert.

Spákortið fyrir klukkan 12.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Sunnan 3-10 m/s, rigning með köflum vestantil og einnig austast í fyrstu, en annars úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig.

Á sunnudag: Hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu eða slyddu á Vestfjörðum seinnipartinn. Hiti 1 til 7 stig.

Á mánudag: Norðaustankaldi NV-til í fyrstu, en annars hægari breytileg átt. Él á Vestfjörðum, en allvíða dálítil rigning eða slydda annars staðar. Hiti 1 til 6 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt með rigningu. Hiti 2 til 6 stig.

Á miðvikudag: Norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið NV-vert, en annars mun hægari austlæg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustanátt með úrkomu, einkum austantil. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.