Bruce: Var kallaður heimskur og taktískt óhæfur kálhaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 12:01 Steve Bruce niðurlútur á hliðarlínunni í leik Newcastle United og Tottenham á sunnudaginn. Það gæti hafa verið hans síðasti leikur á stjóraferlinum. getty/Robbie Jay Barratt Steve Bruce segir að hann gæti hætt afskiptum af fótbolta eftir tíma sinn hjá Newcastle United. Hann segir að áreitið frá stuðningsmönnum liðsins hafi tekið sinn toll af honum og fjölskyldu hans. Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira