Trump sparkar í látinn mann Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 14:02 Donald Trump (t.v.) nýtti andlát Colins Powell (t.h.) til að skjóta á hann, fjölmiðla og hófsama repúiblikana. EPA/samsett Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“ Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“
Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17