Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 09:37 Frá mótmælum kvenna gegn þungunarrofsbanninu í Houston í Texas í byrjun október. AP/Houston Chronicle/Melissa Phillip Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01