Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 10:30 Toni Kroos hefur ráðið ríkjum á miðju Real Madrid í sjö ár. Getty/Pedro Salado Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021 Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira