Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 14:33 Bandaríska þinghúsið. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta öldungadeildarinnar á næsta ári. Vísir/EPA Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira