Veður

Rigning í öllum lands­hlutum og smá vind­strengur

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð milt loft fylgir úrkomunni og verður hiti á landinu á bilinu tvö til ellefu stig.
Nokkuð milt loft fylgir úrkomunni og verður hiti á landinu á bilinu tvö til ellefu stig. Vísir/Vilhelm

Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skilunum fylgi smá vindstrengur suðvestantil en annars verði vindur á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Nokkuð milt loft fylgi úrkomunni og verði hiti á bilinu tvö til ellefu stig, hlýjast á Suðurlandi.

„Seint í nótt og á morgun gengur síðan í norðan 8-15 m/s með skúrum eða slydduél um norðanvert landið og kólnandi veðri en sunnantil verður lítilsháttar væta framan af en birtir til er líður á daginn. Hiti um og yfir frostmarki norðanlands, en 3 til 9 stig syðst.“

Spákortið fyrir klukkan 16.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s með rigningu eða slyddu en lítilsháttar væta sunnanlands framan af degi. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 m/s og að mestu léttskýjað. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi.

Á föstudag: Vestlæg átt og lítilsháttar væta vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt, að mestu skýjað og dálítil væta á víð og dreif, einkun sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu og mildu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×