Erlent

Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fylgi Bolsonaro hefur aldrei verið lægra en það mælist þessa dagana.
Fylgi Bolsonaro hefur aldrei verið lægra en það mælist þessa dagana. AP/Andre Penner

Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti.

Stórir hópar mótmælenda komu saman í Rio de Janeiro, Sao Paulo, Brasilia og fjölmörgum öðrum bæjum og borgum Brasilíu í gær. Þar mótmæltu þau forsetanum en vinsældir hans hafa dalað hratt vegna meðhöndlunar hans á faraldri kórónuveirunnar og hækkandi verðbólgu og eldsneytisverði, auk annarra málefna.

Nærri því 600 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu, svo vitað sé.

Mótmælin voru studd af stjórnáflokkum á vinstri væng Brasilíu og verkalýðsfélögum, samkvæmt frétt France24. Mótmælendur gengur um götur og kölluðu: Út með Bolsonaro.

Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 með myndefni frá Brasilíu í gær.

Til viðbótar við óvinsældir forsetans hefur Hæstiréttur Brasilíu hafið nokkrar rannsóknir gagnvart Bolsonaro og aðstoðarmönnum hans. Meðal annars fyrir að dreifa röngum upplýsingum.

Forsetakosningar munu fara fram á næsta ári en fylgi Bolsonaro hefur aldrei mælst minna en það gerir þessa dagana. Í könnun sem gerð var í síðasta mánuði mældist Bolsonaro með 22 prósenta fylgi en Luiz Inacio Lula da Silva, eða Lula, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist með 44 prósenta fylgi.


Tengdar fréttir

Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga.

Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa.

Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu

Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist.

Kalla eftir því að Bol­sonaro verði á­kærður fyrir em­bættis­glöp

Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.