Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 08:25 Mótmælendur draga hér á eftir sér ófrýnilega uppblásna skopmynd af Bolsonaro. EPA-EFE/Joédson Alves Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33