Erlent

Hraun­tanginn á La Palma tvö­faldaðist á einum degi

Þorgils Jónsson skrifar
Hraunið rennur óhindrað í sjó fram frá gosstöðvunum á Cumbre Vieja á eyjunni La Palma. Alls hafa 855 hús eyðilagst í umbrotunum hingað til, en þó engan sakað.
Hraunið rennur óhindrað í sjó fram frá gosstöðvunum á Cumbre Vieja á eyjunni La Palma. Alls hafa 855 hús eyðilagst í umbrotunum hingað til, en þó engan sakað.

Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli.

Hraunelfurin frá gosstöðvunum í Cumbre Vieja hefur streymt í sjó fram í tvo daga og er ekkert lát á. Í frétt Guardian segir að ekki hafi enn orðið vart við gasmengun sem óttast var, enda hafa vindáttir verið hagstæðar og blásið reyk og ösku á haf út.

Á morgun gæti þó sigið á ógæfuhliðina þar sem veðurspár gera ráð fyrir því að vindur snúist og geti því lagst yfir nærliggjandi byggðir.

Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og hrakið um sex þúsund manns frá heimilum sínum og hraunið þekur nú um fimm ferkílómetra. Alls hafa 855 byggingar farið undir hraun, þar af 200 á síðasta sólarhring, en engan hefur sakað vegna hamfaranna fram til þessa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×