Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 18:04 Birgir Jónasson er lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Hann og hans fólk hafa staðið í ströngu í veðurofsanum sem gengið hefur yfir í dag. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. „Það eru margir sem hafa lent í vandræðum vegna aðstæðna og kannski ekki allir nógu vel búnir,“ sagði hann. „Það fór rúta hálf útaf veginum í Hrútafirði í morgun með 37 farþega innanborðs. Engum varð meint af og öllum komið í hús heilum á húfi. Eftir því sem ég best veit hefur ekki enn tekist að fjarlægja rútuna.“ Birgir bætti því við að einnig hefði borið á minniháttar atvikum vega foks í umdæminu, en engar skemmdir hefðu hlotist af og engin meiðsli á fólki. „Svo er reyndar búið að loka hér veginum við Sauðá hér á Sauðárkróki þar sem hún er hætt að renna og það eru vísbendingar um að þar sé krapastífla. Þannig að við höfum gert ráðstafanir vegna þess, en við verðum að sjá hvað setur, hvort og hvenær stíflan brestur.“ Aðspurður um hvort ferðalangar eða ferðaþjónustuaðilar hefðu átt að vera á ferðinni við þessar aðstæður sagði Birgir: „Við biðluðum til fólks í gær að vera ekki á ferðinni í dag vegna veðurs, þannig að kannski er þetta eitthvað sem við viljum síður sjá, þegar er teflt í tvísýnu, en það er bara svona sem þetta er.“ Vonskuveður hefur verið um landið norðanvert í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti fyrr í dag duttu út Húsavíkurlína, Laxárlína 1 og Mjólkárlína 1 . Varð rafmagnslaust í örskamma stund á Húsavík af þessum sökum, en Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna veðurs þar. Seinni partinn duttu Blöndulína 1 og 2 út en mjög slæmt veður á svæðinu . Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hélst rafmagn alls staðar, en verið er að meta tjón. Þetta gerist nokkuð oft og viðbragðskerfin hafi haldið vel, enda Landsnet flestu vant og starfsfólk vel undirbúið þegar kemur að svona veðrum. Veður Skagafjörður Húnaþing vestra Lögreglumál Tengdar fréttir Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36 Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
„Það eru margir sem hafa lent í vandræðum vegna aðstæðna og kannski ekki allir nógu vel búnir,“ sagði hann. „Það fór rúta hálf útaf veginum í Hrútafirði í morgun með 37 farþega innanborðs. Engum varð meint af og öllum komið í hús heilum á húfi. Eftir því sem ég best veit hefur ekki enn tekist að fjarlægja rútuna.“ Birgir bætti því við að einnig hefði borið á minniháttar atvikum vega foks í umdæminu, en engar skemmdir hefðu hlotist af og engin meiðsli á fólki. „Svo er reyndar búið að loka hér veginum við Sauðá hér á Sauðárkróki þar sem hún er hætt að renna og það eru vísbendingar um að þar sé krapastífla. Þannig að við höfum gert ráðstafanir vegna þess, en við verðum að sjá hvað setur, hvort og hvenær stíflan brestur.“ Aðspurður um hvort ferðalangar eða ferðaþjónustuaðilar hefðu átt að vera á ferðinni við þessar aðstæður sagði Birgir: „Við biðluðum til fólks í gær að vera ekki á ferðinni í dag vegna veðurs, þannig að kannski er þetta eitthvað sem við viljum síður sjá, þegar er teflt í tvísýnu, en það er bara svona sem þetta er.“ Vonskuveður hefur verið um landið norðanvert í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti fyrr í dag duttu út Húsavíkurlína, Laxárlína 1 og Mjólkárlína 1 . Varð rafmagnslaust í örskamma stund á Húsavík af þessum sökum, en Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna veðurs þar. Seinni partinn duttu Blöndulína 1 og 2 út en mjög slæmt veður á svæðinu . Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hélst rafmagn alls staðar, en verið er að meta tjón. Þetta gerist nokkuð oft og viðbragðskerfin hafi haldið vel, enda Landsnet flestu vant og starfsfólk vel undirbúið þegar kemur að svona veðrum.
Veður Skagafjörður Húnaþing vestra Lögreglumál Tengdar fréttir Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36 Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36
Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent