Innlent

Sauðá á Króknum svo til hætt að renna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sauðárkrókur í vetrarbúningi. Myndin er úr safni.
Sauðárkrókur í vetrarbúningi. Myndin er úr safni. Vísir/JóiK

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti.

Talið er að krapastífla hafi myndast í henni og eru nú meðlimir björgunarsveita að staðsetja stífluna. 

Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðánna og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.