Innlent

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Menn fara ekki langt á rafskútu í svona færð.
Menn fara ekki langt á rafskútu í svona færð. Vísir/Tryggvi

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Spáð var vonskuveðri víða um land í dag og eru appelsínugular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi og Reykjanesi samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Viðvaranirnar eru í gildi til miðnættis.

Á Norðurlandi eystra er viðvörunin gul og þar hafa björgunarsveitir verið kallaðar út á Vopnafirði vegna þakklæðningar sem var að fjúka.

Á Akureyri var veðrið ekki með mikil læti þótt að snjókoman hafi verið töluverð miðað við árstíma. Þannig var ákveðið að láta strætisvagnana á Akureyri hætta að ganga í morgun, þangað til helstu leiðir voru ruddar, en þeir eru komnir aftur af stað.

Akureyri er því kominn í vetrarbúning en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gekk morguninn stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir snjókomuna.

Að neðan má sjá myndskeið frá aðstæðum á Akureyri í morgun sem Sólrún Sigmarsdóttir vann. Viðeigandi lag er undir.

Klippa: Veturinn skall á með skömmum fyrirvara


Tengdar fréttir

Spá ofsa­veðri norð­vestan­til og við­varanir í gildi á stærstum hluta landsins

Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar.

Ó­vissu­stigi al­manna­varna lýst yfir vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×