Hunt lék með Liverpool á árunum 1958-69, alls 492 leiki og skoraði 285 mörk. Hann var markahæsti leikmaður í sögu Liverpool í 23 ár, eða þar til Ian Rush sló markametið hans 1992. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri deildarmörk fyrir Liverpool en Hunt, 244 mörk.
We are mourning the passing of legendary former player Roger Hunt.
— Liverpool FC (@LFC) September 28, 2021
The thoughts of everybody at Liverpool Football Club are with Roger s family and friends at this sad and difficult time.
Rest in peace, Sir Roger Hunt 1938 2021.
Hunt lék alla sex leiki Englands á HM 1966 og skoraði þrjú mörk. Hann lék alls 34 landsleiki og skoraði átján mörk.
Nú eru aðeins þrír eftirlifandi úr byrjunarliði Englands gegn Vestur-Þýskalandi í úrslitaleik HM 1966; Sir Geoff Hurst, Sir Bobby Charlton og George Cohen.
We're extremely saddened to learn that Roger Hunt, who was a key member of our @FIFAWorldCup-winning side in 1966, has passed away at the age of 83.
— England (@England) September 28, 2021
Our deepest condolences go to Roger's family, friends and former clubs. pic.twitter.com/LlVcUepVQ1
Hunt varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Liverpool (1964 og 1966) og einu sinni bikarmeistari (1965). Þá hjálpaði hann Liverpool að vinna B-deildina 1962. Eftir að Hunt yfirgaf Liverpool 1969 lék hann í þrjú ár með Bolton Wanderers.
Þess má geta að Hunt skoraði í báðum leikjum Liverpool gegn KR 1964. Það voru fyrstu Evrópuleikir í sögu Liverpool.