Íslenski boltinn

Aðeins eitt lið í deildinni á næsta ári sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingarnir Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsmeistarabikarnum, fyrstir Víkinga frá árinu 1991.
Víkingarnir Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsmeistarabikarnum, fyrstir Víkinga frá árinu 1991. Vísir/Hulda Margrét

Næsta sumar verða ellefu Íslandsmeistarafélög í fyrsta sinn í sögu efstu deildar karla en þetta var ljós eftir úrslit helgarinnar.

Níu Íslandsmeistarafélög voru í Pepsi Max deild karla í ár og öll héldu þau sæti sínu. Bæði fallliðin, HK og Fylkir, hafa ekki orðið Íslandsmeistarar og í staðinn komu tvö fyrrum Íslandsmeistaralið upp í deildina, Fram og ÍBV.

Eina félagið í Pepsi Max deildinni næsta sumar sem hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn er lið Leiknis í Breiðholti.

Það hafa aldrei verið fleiri en níu Íslandsmeistaralið í deildinni á sama tíma og mest voru sjö fyrrum Íslandsmeistarar í deildinni þegar hún var skipuð tíu liðum.

Það er líka þannig í fyrsta sinn í langan tíma að ekkert Íslandsmeistarafélag er fyrir utan efstu deildar.

Framarar voru að koma upp í fyrsta sinn frá árinu 2014 og KA-menn voru ekki í deildinni frá 2005 til 2016.

Þetta verður í fyrsta sinn síðan sumarið 1982 þar sem ekkert Íslandsmeistarafélag er fyrir utan efstu deild.

 • Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla frá upphafi:
 • 1. KR 27 sinnum (Síðast 2019)
 • 2. Valur 23 sinnum (2020)
 • 3. ÍA 18 sinnum (2001)
 • 3. Fram 18 sinnum (1990)
 • 5. FH 8 sinnum (2016)
 • 6. Víkingur 6 sinnum (2021)
 • 7. Keflavík 4 sinnum (1973)
 • 8. ÍBV 3 sinnum (1998)
 • 9. KA 1 sinni (1989)
 • 9. Breiðablik 1 sinni (2010)
 • 9. Stjarnan 1 sinni (2014)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.