Þetta datt ekki fyrir okkur í dag Dagur Lárusson skrifar 19. september 2021 19:06 Óskar Hrafn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í dag. Á sama tíma og Breiðablik tapaði fyrir FH þá hafði Víkingur betur gegn KR í vesturbænum. Óskar vildi þó ekkert hugsa um þann leik í viðtali. „Ég vil ekkert vera að hugsa um það sem er að gerast hjá KR og Víking. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik og það er allra helst sú tilfinning sem er að berjast í brjósti mér þessa stundina,“ byrjaði Óskari á því að segja. Sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var sóknarleikurinn betri. Óskar vildi þó ekki meina að hann hafði lagt til einhverjar stórar breytingar. „Nei svo sem ekki, við bara skerptum á ákveðnum hlutum og okkur fannst kannski vera smá hrollur í mönnum, eðlilega kannski, þannig við töluðum aðeins um það. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera fínn hjá okkur og mér fannst við gera nóg til þess að fá eitthvað úr leiknum, en stundum er þetta bara svona.“ Blikar áttu dauðafæri undir lok leiks þar sem Jason Daði hitti ekki boltann fyrir opnu marki auk þess sem Árni Vilhjálmsson skaut vítaspyrnu sinni langt yfir markið. Óskar var því spurður hvort að Blikum hafi einfaldlega ekki verið ætlað að skora í dag. „Já það gæti vel verið, ágætlega orðað hjá þér, þetta einhvern veginn datt ekki fyrir okkur í dag,“ endaði Óskar Hrafn á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Á sama tíma og Breiðablik tapaði fyrir FH þá hafði Víkingur betur gegn KR í vesturbænum. Óskar vildi þó ekkert hugsa um þann leik í viðtali. „Ég vil ekkert vera að hugsa um það sem er að gerast hjá KR og Víking. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik og það er allra helst sú tilfinning sem er að berjast í brjósti mér þessa stundina,“ byrjaði Óskari á því að segja. Sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var sóknarleikurinn betri. Óskar vildi þó ekki meina að hann hafði lagt til einhverjar stórar breytingar. „Nei svo sem ekki, við bara skerptum á ákveðnum hlutum og okkur fannst kannski vera smá hrollur í mönnum, eðlilega kannski, þannig við töluðum aðeins um það. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera fínn hjá okkur og mér fannst við gera nóg til þess að fá eitthvað úr leiknum, en stundum er þetta bara svona.“ Blikar áttu dauðafæri undir lok leiks þar sem Jason Daði hitti ekki boltann fyrir opnu marki auk þess sem Árni Vilhjálmsson skaut vítaspyrnu sinni langt yfir markið. Óskar var því spurður hvort að Blikum hafi einfaldlega ekki verið ætlað að skora í dag. „Já það gæti vel verið, ágætlega orðað hjá þér, þetta einhvern veginn datt ekki fyrir okkur í dag,“ endaði Óskar Hrafn á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira