Eldgos hafið á La Palma Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 14:40 Eldgos er hafið á eyjunni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira