Stefnir á jafn farsælt samband með Maguire og hann átti með Ramos Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2021 23:01 Raphaël Varane og Harry Maguire mynda hjarta varnar Manchester United. Ash Donelon/Getty Images Franski miðvörðurinn Raphaël Xavier Varane vonast eftir að samstarf hans og Harry Maguire í hjarta varnar Manchester United verði jafn farsælt og samstarf hans með Sergio Ramos hjá Real Madríd. Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira