Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum.
„Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“
Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021
„Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið.
„Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“
„Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“

„Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“
Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri.