Endurtók magnað afrek frá 2013 nema nú sem þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 09:01 Ekki fyrsti verðlaunapeningurinn sem Sigurvin vinnur á ferli sínum. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins. KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira