Endurtók magnað afrek frá 2013 nema nú sem þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 09:01 Ekki fyrsti verðlaunapeningurinn sem Sigurvin vinnur á ferli sínum. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins. KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira