Íslenski boltinn

Búið að draga í undan­úr­slitin: Bikar­meistararnir fara á Ísa­fjörð og Kefla­vík á Skagann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eru himinlifandi með að fara á Ísafjörð í október.
Víkingar eru himinlifandi með að fara á Ísafjörð í október. Vísir/Hulda Margrét

Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Vestri - eina liðið úr Lengjudeildinni sem er í undanúrslitum - fær bikarmeistara Víkings í heimsókn á meðan Keflavík mætir ÍA á Akranesi.

Átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk í kvöld. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru þau að Vestri á Ísafirði lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals 2-1 á heimavelli. Keflavík gerði góða ferð inn í Kór þar sem Suðurnesjamenn unnu 5-3 sigur á heimamönnum í HK. 

Þá vann ÍA torsóttan 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR og ríkjandi bikarmeistarar Víkings þurftu framlengingu til að knýja fram sigur gegn Fylki.

Farið var yfir leiki kvöldsins í Mjólkurbikarmörkunum og var dregið í undanúrslitin í leiðinni. Nú er ljóst hvaða lið mætast þar en undanúrslitin fara fram 2. og 3. október næstkomandi.

Vestri er búið að slá út ríkjandi Íslandsmeistara og fær nú tækifæri til að slá út ríkjandi bikarmeistara. ÍA mætir svo Keflavík á Akranesi.


Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.