Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 09:37 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. Hann mun hafa rætt við mann sem er grunaður um aðkomu að morði fyrrverandi forseta landsins, tvisvar sinnum skömmu eftir að morðið var framið í sumar. EPA/Jean Marc Herve Abelard Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó. Haítí Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó.
Haítí Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira