Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 10:14 Átján málaliðar frá Kólumbíu voru handteknir skömmu eftir morðið á Moise. Alls hafa 44 verið handteknir en enginn hefur verið færður fyrir dómara enn. AP/Joseph Odelyn Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. Íbúar Haíti standa nú margir hverjir í þeirri trú að yfirvöld landsins séu að nota rannsókn á morðinu til að herja á pólitíska andstæðinga ríkisstjórnarinnar og tryggja völd hennar í sessi, samkvæmt frétt Washington Post. Þar er bent á að á undanförnu hafi yfirsaksóknari Port-au-Prince gefið út handtökuskipanir gegn þessum pólitísku andstæðingum, áhrifamiklum presti, fyrrverandi dómsmálaráðherra og gagnrýnendum Moise. Allir segjast ekkert hafa með morðið að gera. Segja rannsókninni beitt í pólitískum tilgangi Fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi segir í samtali við Washington Post að starfandi ríkisstjórn landsins hafi beitt handtökuskipunum gegn öllum sem geti staðið í vegi hennar. Aðrir viðmælendur miðilsins slógu á svipaða strengi. Alls hafa 44 verið handteknir í tengslum við rannsóknina á morði Moise. Þar á meðal eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem vitað er að réðust á heimili forsetans nóttina sem hann var myrtur, og nokkrir úr varðsveit forsetans. Ráðamenn í Haítí og Kólumbíu hafa sagt hermennina hafa verið ráðna sem málaliða af öryggisfyrirtæki í Flórída. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið ráðnir í þeirri trú að þeir yrðu lífverðir og öryggisverðir. Spjótin hafa einnig beinst að lækni af haítískum uppruna. Sá heitir Christian Emmanuel Sanon og hefur búið í Flórída í Bandaríkjunum. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Haítí. Lögmenn Antonio Intragio, eiganda CTU Security sem er áðurnefnt öryggisfyrirtæki frá Flórída, segja hann hafa verið sannfærðan um að málaliðarnir ættu að veita öryggisgæslu í tengslum við mannúðarverkefni í Haítí. Það verkefni væri á vegum yfirvalda í Haítí en yrði stýrt af Sanon. Í yfirlýsingu lögmanna Intragio segir að skömmu fyrir morð Moise hafi málaliðarnir verði beðnir um að fylgja dómara og saksóknara til að fylgja eftir handtökuskipun gegn Moise. Þeir hafi átt að verja embættismenn á meðan lögregluþjónar handtóku forsetann. „Við stöndum í þeirri trú að lífverðir forsetans hafi svikið hann,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Samkvæmt Washington Post fylgdi þessari yfirlýsingu bréf þar sem farið var fram á aðstoð fyrirtækis Intriago við að handtaka Moise. Bréfið ber undirskriftir Windelle Coq Thélot, dómara, og Gérald Norgaisse, saksóknara. Báðir neita því að hafa skrifað undir bréf sem þetta. Norgaisse sagðist aldrei hafa séð bréfið áður og staðhæfði að undirskriftin væri fölsuð. Lögmaður Coq Thélot sagði sömuleiðis að hún hefði ekki skrifað undir bréfið. Hún er fyrrverandi hæstaréttardómari sem Moise vék úr embætti í febrúar og sakaði um tilraun til valdaráns. Búið er að gefa út handtökuskipun gegn henni. Óvinsæll forseti Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó. Eftir morðið hélt Joseph áfram að stjórna landinu en nú deila hann og Henry völdum. Samkvæmt stjórnarskrá Haítí hefði forseti Hæstaréttar landsins átt að taka við embætti forseta en sá dó nýverið vegna Covid-19. Moise hafði þar að euki rekið flesta þingmenn landsins úr embættum sínum en einunigs tíu aff þrjátíu öldungadeildarþingmönnum landsins voru í embætti þegar hann var myrtur. Haítí Tengdar fréttir Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. 28. júlí 2021 23:29 Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Íbúar Haíti standa nú margir hverjir í þeirri trú að yfirvöld landsins séu að nota rannsókn á morðinu til að herja á pólitíska andstæðinga ríkisstjórnarinnar og tryggja völd hennar í sessi, samkvæmt frétt Washington Post. Þar er bent á að á undanförnu hafi yfirsaksóknari Port-au-Prince gefið út handtökuskipanir gegn þessum pólitísku andstæðingum, áhrifamiklum presti, fyrrverandi dómsmálaráðherra og gagnrýnendum Moise. Allir segjast ekkert hafa með morðið að gera. Segja rannsókninni beitt í pólitískum tilgangi Fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi segir í samtali við Washington Post að starfandi ríkisstjórn landsins hafi beitt handtökuskipunum gegn öllum sem geti staðið í vegi hennar. Aðrir viðmælendur miðilsins slógu á svipaða strengi. Alls hafa 44 verið handteknir í tengslum við rannsóknina á morði Moise. Þar á meðal eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem vitað er að réðust á heimili forsetans nóttina sem hann var myrtur, og nokkrir úr varðsveit forsetans. Ráðamenn í Haítí og Kólumbíu hafa sagt hermennina hafa verið ráðna sem málaliða af öryggisfyrirtæki í Flórída. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið ráðnir í þeirri trú að þeir yrðu lífverðir og öryggisverðir. Spjótin hafa einnig beinst að lækni af haítískum uppruna. Sá heitir Christian Emmanuel Sanon og hefur búið í Flórída í Bandaríkjunum. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Haítí. Lögmenn Antonio Intragio, eiganda CTU Security sem er áðurnefnt öryggisfyrirtæki frá Flórída, segja hann hafa verið sannfærðan um að málaliðarnir ættu að veita öryggisgæslu í tengslum við mannúðarverkefni í Haítí. Það verkefni væri á vegum yfirvalda í Haítí en yrði stýrt af Sanon. Í yfirlýsingu lögmanna Intragio segir að skömmu fyrir morð Moise hafi málaliðarnir verði beðnir um að fylgja dómara og saksóknara til að fylgja eftir handtökuskipun gegn Moise. Þeir hafi átt að verja embættismenn á meðan lögregluþjónar handtóku forsetann. „Við stöndum í þeirri trú að lífverðir forsetans hafi svikið hann,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Samkvæmt Washington Post fylgdi þessari yfirlýsingu bréf þar sem farið var fram á aðstoð fyrirtækis Intriago við að handtaka Moise. Bréfið ber undirskriftir Windelle Coq Thélot, dómara, og Gérald Norgaisse, saksóknara. Báðir neita því að hafa skrifað undir bréf sem þetta. Norgaisse sagðist aldrei hafa séð bréfið áður og staðhæfði að undirskriftin væri fölsuð. Lögmaður Coq Thélot sagði sömuleiðis að hún hefði ekki skrifað undir bréfið. Hún er fyrrverandi hæstaréttardómari sem Moise vék úr embætti í febrúar og sakaði um tilraun til valdaráns. Búið er að gefa út handtökuskipun gegn henni. Óvinsæll forseti Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó. Eftir morðið hélt Joseph áfram að stjórna landinu en nú deila hann og Henry völdum. Samkvæmt stjórnarskrá Haítí hefði forseti Hæstaréttar landsins átt að taka við embætti forseta en sá dó nýverið vegna Covid-19. Moise hafði þar að euki rekið flesta þingmenn landsins úr embættum sínum en einunigs tíu aff þrjátíu öldungadeildarþingmönnum landsins voru í embætti þegar hann var myrtur.
Haítí Tengdar fréttir Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. 28. júlí 2021 23:29 Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. 28. júlí 2021 23:29
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44
Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43