Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 22:30 Kristinn Steindórsson skorar hér mark sitt í 3-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan. Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira