Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 23:41 Loftslagsaðgerðasinni með grímu sem á að líkjast Rupert Murdoch mótmælir fyrir utan skrifstofur útgáfufélagsins The Herald and Weekly Times, eins fyrirtækja News Corp, í Melbourne í mars. Vísir/EPA Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra. Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra.
Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34