Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 13:10 Rupert Murdoch hefur haft gríðarleg áhrif á fjölmiðlalandslagið í Ástralíu, Bretland og Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina. Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina.
Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05