Håland enn í áformum Man United þrátt fyrir komu Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 14:01 Manchester United vill fá Erling Braut Håland í sínar raðir næsta sumar. Alex Gottschalk/Getty Images Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United hefur ekki breytt áformum félagsins varðandi kaup á Erling Braut Håland sumarið 2022. Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02