Talibanar fagna sigri í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 14:45 Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl í dag. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna. „Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
„Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira