Erlent

Banda­ríkja­her farinn frá Afgan­istan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla sést hér dregin upp í bandaríska herflugvél á Hamid Karzai-flugvelli í Kabúl í fyrradag. Síðasta flugvél Bandaríkjahers tók á loft frá vellinum nú í kvöld.
Þyrla sést hér dregin upp í bandaríska herflugvél á Hamid Karzai-flugvelli í Kabúl í fyrradag. Síðasta flugvél Bandaríkjahers tók á loft frá vellinum nú í kvöld. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/AP

Bandarískir fjölmiðlar greina nú frá því að síðustu herflugvélar bandaríska hersins hafi tekið á loft frá Hamid Karzai-flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, nú í kvöld.

CNN hefur eftir hershöfðingjanum Frank McKenzie að nú séu engir fulltrúar Bandaríkjahers eða bandarískra stjórnvalda í Afganistan.

„Rýmingin í kvöld markar bæði endalok hernaðarhluta brottflutningsins, en einnig endalok hátt í 20 ára verkefnis sem hófst í Afganistan, skömmu eftir 11. september 2001,“ sagði McKenzie eftir að síðasta flugvél hersins tók á loft, rétt fyrir miðnætti að staðartíma.

Hann bætti því við að vinna við að koma Bandaríkjamönnum, ríkisborgurum annarra ríkja og Afgönum í viðkvæmri stöðu, til að mynda vegna tengsla við Bandaríkin, frá Afganistan myndi halda áfram. Þetta er í fyrsta sinn í tæplega tvo áratugi sem Bandaríkin eru ekki með neina hernaðarviðveru í landinu.


Tengdar fréttir

Eldflaugum skotið á Kabúl

Eldflaugum var skotið á hverfi í grennd við flugvöllinn í Kabúl í Afganistan í morgun. AP fréttastofan greinir frá þessu en segir enn óljóst hver hafi verið þar að verki.

Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl

Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.