Erlent

Íbúar New Orleans án rafmagns

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ída gekk á land í gær með miklum hamagang.
Ída gekk á land í gær með miklum hamagang. Getty/Brandon Bell

Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir.

Einn lést þegar tré féll á heimili viðkomandi í Ascension Parish í Baton Rouge. Nú mun reyna á flóðavarknir New Orleans, sem voru styrktar eftir að fellibylurinn Katrína varð 1.800 að bana árið 2005.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt Ídu „lífshættulega“ og allar líkur á mikilli eyðileggingu.

Fleiri en milljón heimili eru án rafmagns í Louisiana og það mun taka margar vikur að koma því aftur á. Búið er að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem opnar á fjárveitingar til að efla björguanrstarf.

Ída er fjórða stigs fellibylur, sem þýðir að ofsaveðrið er líklegt til að valda stórskemmdum á fasteignum, trjám og rafmagnslínum. Þá er gert ráð fyrir að ölduhæð við ströndina geti náð allt að 4,8 metrum.

John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, sagði um helgina að komandi daga or vikur yrðu erfiðar og fordæmalaus áskorun. Hins vegar hefðu íbúar ríkisins aldrei verið jafn vel undirbúnir.


Tengdar fréttir

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt

Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.