Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 09:25 Margir íbúar Lúisíana ákváðu að hlusta á yfirvöld og yfirgefa heimili sín áður en Ida gengur á land í kvöld. AP/The New Orleans Advocate Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45