Enski boltinn

Æfir stuðningsmenn Chelsea skrifa undir áskorun um að Taylor dæmi ekki fleiri leiki hjá liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Chelsea mótmæla eftir að Anthony Taylor dæmdi vítaspyrnu á Reece James og rak hann af velli.
Leikmenn Chelsea mótmæla eftir að Anthony Taylor dæmdi vítaspyrnu á Reece James og rak hann af velli. getty/Simon Stacpoole

Anthony Taylor er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea og vinsældir hans jukust ekki eftir leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Undir lok fyrri hálfleiks dæmdi Taylor vítaspyrnu á Reece James og rak enska landsliðsmanninn af velli. Mohamed Salah skoraði úr vítinu og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Taylor kvað upp dóm sinn eftir að hafa skoðað atvikið örsnöggt á myndbandi.

Stuðningsmenn Chelsea voru afar ósáttir við ákvörðun Taylors og segja hana enn eitt dæmið um að hann dæmi gegn liðinu.

Í kjölfar leiksins var efnt til tveggja undirskriftasafnana til að koma í veg fyrir að Taylor fengi að dæma fleiri leiki með Chelsea. Um fjörutíu þúsund manns skrifuðu undir hvora áskorun.

Í annarri þeirra var því haldið fram að Taylor hefði slæm áhrif á geðheilsu stuðningsmanna Chelsea og í hinni sagði að það væri honum og öryggi hans fyrir bestu að hætta að dæma leiki liðsins.

Chelsea er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald.

Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.