Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 09:01 Raul Jimenez liggur í grasinu eftir atvikið en sem betur fer fór allt vel. EPA-EFE/John Walton Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira