Enski boltinn

Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar marki fyrir Tottenham á móti Manchester United.
Harry Kane fagnar marki fyrir Tottenham á móti Manchester United. EPA-EFE/Oli Scarff

Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane.

Harry Kane hefur ekki spilað fyrir Tottenham á tímabilinu og mætti ekki á nokkrar æfingar liðsins eftir að hann átti að vera búinn að skila sér úr sumarfríi.

Kane vill komast til liðs sem getur unnið titla en Tottenham vill ekki selja hann nema fyrir alvöru upphæð.

Manchester City er sagt tilbúið að gera hann að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar en kannski ekki alveg til í að borga 150 milljóna punda verðmiða Tottenham.

Það sést kannski hversu mikið hitamál þetta er að tveir blaðamenn Sky Sports fóru að rífast í settinu þegar þeir voru að ræða Harry Kane og samningamál hans.

Þeir voru ekki sammála um það hvort það ætti að skipta máli hvort Tottenham hafi staðið sig í stykkinu þegar kæmi að þvi að hafa gert nóg til að keppa um titla á samningstímanum eða hvort að Kane bæri skylda til að virða sinn samning sama hvar metnaður félagsins liggur.

Kane er búinn að fá nóg af metnaðarleysinu og telur sig hafa verið heiðursmannasamkomulag um að fá að fara í sumar. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er ekki tilbúinn að selja Kane undir matsverði félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá þegar hitnaði í kolunum hjá Sky Sports mönnunum Kaveh Solhekol og Dharmesh Sheth þegar þeir voru að ræða samning og skyldur Harry Kane við Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×