Sagði R. Kelly vera rándýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:58 R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin í dag teiknaði hann. AP Photo/Elizabeth Williams Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55