Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR-ingum öll þrjú stigin í Kópavoginum í gærkvöldi.
Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR-ingum öll þrjú stigin í Kópavoginum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét

Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi.

KR, Víkingur og Breiðablik unnu öll leiki sína í gær og nálguðust um leið topp deildarinnar. Víkingar endurheimtu annað sætið og Blikar komust upp fyrir KA í þriðja sætið. KR er síðan stigi á eftir KA í fimmta sætinu.

Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR 1-0 sigur á HK í Kórnum en markið skoraði hann eftir að KR-ingar voru orðnir tíu á móti ellefu eftir að Arnþór Ingi Kristinsson fékk tvö gul spjöld á fyrstu tólf mínútunum.

Skagamenn komust yfir á móti Breiðabliki í Smáranum með marki Hákons Inga Jónssonar en Blikar jöfnuðu með marki Viktors Karls Einarssonar eftir frábæran undirbúning Árna Vilhjálmssonar. Árni skoraði síðan sjálfur sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fiskað víti sem hann skoraði örugglega úr.

Kristall Máni Ingason skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga í 3-0 sigri á Fylki í Árbænum og Kwame Quee innsiglaði síðan sigurinn undir lokin.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum þremur leikjum sem og markasyrpu úr allri sautjándu umferðinni.

Klippa: Sigurmark KR á móti HK 16. ágúst 2021
Klippa: Mörk Víkinga í sigri á Fylki 16. ágúst
Klippa: Mörkin úr leik Blika og Skagamanna 16. ágúst 2021
Klippa: Markasyrpa úr 17. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×