Veður

Skýjað að mestu en áfram hlýtt

Atli Ísleifsson skrifar
Margir hafa notið veðurblíðunnar síðustu daga. Myndin er úr safni.
Margir hafa notið veðurblíðunnar síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði skýjað að mestu en bjart inn til landsins, fyrir norðan og á Vestfjörðum.

Áfram verður hlýtt þar sem hiti verður þrettán til tuttugu stig yfir daginn, hlýjast norðaustanlands.

Áfram verður hlýtt þar sem hiti verður þrettán til tuttugu stig yfir daginn, hlýjast norðaustanlands.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum, en norðaustan 5-10 m/s og dálítil væta með SA-ströndinni. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast inn til landsins.

Á föstudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, lítilsháttar ringing A-lands fram eftir degi, en bjartviðri SV-til. Kólnar lítillega fyrir norðan og austan.

Á laugardag: Norðan 5-10 m/s, skýjað og þurrt að mestu en bjart sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag: Suðvestlæg átt með dálítilli rigninu en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 9 til 14 stig.

Á mánudag: Suðvestanátt og skýjað vestanlands en bjart yfir austantil. Hlýnar aftur, hiti 13 til 19 stig.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu eða súld með köflum um vestanvert landið en bjart og hlýtt fyrir austan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×