Lýsir erfiðu lífi í nýsjálensku leiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 11:36 Sigurgeir Pétursson er sjómaður og ræðismaður Íslands í Nýja-Sjálandi. aðsend/getty/andrew merry Hin svokallaða „nýsjálenska leið“ í baráttunni við heimsfaraldurinn, sem margir stjórnarandstæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Íslendingum í umræðunni, að sögn Sigurgeirs Péturssonar, ræðismanns Íslands á Nýja-Sjálandi. Hann skrifaði grein á Vísi um helgina þar sem hann lýsir lífinu í Nýja-Sjálandi; miklum göllum sem fylgja lokuðum landamærum, afar bágri stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði, sem hefur rokið upp úr öllu valdi. Öll ákvarðanataka stjórnvalda þar úti hafi líka litast af mikilli pólitík. Sigurgeir kveður upp þennan dóm sinn í lok greinarinnar: „Mér finnst betur staðið að málum á Íslandi með sóttvarnarteymið sem tekur pólitík að miklu leyti út úr þessu mjög svo erfiða máli.“ Margir Íslendingar vilja fara nýsjálensku leiðina Helsti munurinn á þeirri leið sem Nýsjálendingar hafa farið í baráttunni við veiruna og þeirri sem íslensk stjórnvöld hafa valið er fókusinn á að halda veirunni algjörlega fyrir utan samfélagið með hörðum aðgerðum á landamærunum. Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra og um þá Nýsjálendinga sem vilja koma inn í landið gildir að þeir þurfa að dvelja sóttvarnahóteli í 14 daga við komuna til landsins. Á móti hafa almennt verið mun vægari aðgerðir innanlands í Nýja-Sjálandi en á Íslandi, mun færri greinst með veiruna og þar af leiðandi mun færri sem hafa veikst alvarlega eða látist. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, gerði nýsjálensku leiðina að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku þar sem hann harmar það að Ísland hafi ekki farið sömu leið. Gunnar Smári Egilsson vill fara nýsjálensku leiðina. Margir úr stjórnarandstöðuflokkunum hafa talað fyrir svipuðum aðferðum, til dæmis þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Stöð 2 Hann vísar þá í að vilji mikils meirihluta þjóðarinnar sé sá að herða frekar aðgerðir á landamærum en innanlands. Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í apríl síðastliðnum sýndu að 92 prósent svarenda vildu frekar harðar aðgerðir á landamærum en innanlands. Gunnari Smára þótti ríkisstjórnin eiga að biðja þjóðina afsökunar á að hafa ekki farið þessa leið. Það er þessi grein Gunnars Smára sem varð til þess að Sigurgeir fann sig knúinn til að lýsa ástandinu í Nýja-Sjálandi nánar og benda á mikla galla leiðarinnar sem þar var farin. Kostar um hálfa milljón að koma heim Fyrst nefnir hann fyrirkomulagið á landamærunum, sem gerir þeim sem búa í Nýja-Sjálandi það nánast ógerlegt að ferðast nokkuð úr fyrir landsteinana. 14 daga dvöl á sóttvarnarhótelum við komuna til landsins kosti um 280 þúsund íslenskar krónur. „Það eru einungis 4000 herbergi sem gegna þessu hlutverki og ca. 500 þeirra eru ekki á „almenna markaðinum“ þar sem þau eru frátekin vegna sérstakra tilfella sem fá undanþágur. Það hafa helst verið „vinir“ ríkisstjórnarinnar, oft og tíðum mjög ríkir, sem fá slíkar undanþágur. Herbergin eru sett á síðu ráðuneytisins af og til og enginn veit hvenær. Herbergin hafa undanfarna mánuði selst upp á ca. ¾ úr sekúndu eftir að þau eru sett i sölu,“ skrifar hann. Þar hafi svokallaðir tölvubottar tekið yfir og þegar herbergi fara í sölu á netinu nái þeir að kaupa þau samstundis. Þeir sem ráða yfir slíkum bottum selja síðan herbergin á okurverði, oft í kring um 260 þúsund krónur aukalega. „Það er því ekki óvarlegt að áætla að Nýsjálendingar sem vilja komast heim, þurfi í dag að borga ca. 550.000 krónur til þess eins að fá aðgang að sóttkvíarhóteli, einhvern tímann á næstu mánuðum,“ skrifar Sigurgeir. Á Nýja-Sjálandi er mjög mikið um innflytjendur og hafa fjölmargir ekki getað hitt fjölskyldu sína og vini vegna ástandsins síðan faraldurinn hófst. Sjálfur komst Sigurgeir ekki í jarðarför tengdamóður sinnar og hefur ekki enn hitt afadóttur sína, sem fæddist í byrjun síðasta árs. Húsnæðismarkaður í hakki Efnahagurinn úti hefur að sögn Sigurgeirs haldist nokkuð góður. Það skýrist að miklu leyti af því að Nýja-Sjáland er matarkista og þar séu árlega framleiddar matvörur sem myndu endast Nýsjálendingum í 13 ár. Það sé líka vegna mikillar peningaprentunar stjórnvalda: „Ríkið dælir tugum milljarða dollara inn í hagkerfið, nánast vaxtalaust. Þetta hefur leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði sem hefur að meðaltali hækkað um 30% s.l. 12 mánuði og er nú orðið nánast ógerningur fyrir fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Einnig hefur mikið af þessum nánast fríu peningum farið i allslags viðhald og endurbætur á húsnæði og er nú nánast vonlaust að fá efni eða menn til slíkrar vinnu og verðið hefur rokið upp,“ skrifar hann. Til samanburðar má nefna að húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað um 16 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. Ferðaþjónustan í molum „Á meðan er ferðamannaiðnaðurinn í rústum og á sér ekki viðreisnarvon. Ráðherrar hafa hreinlega sagt að þegar þeir ákveða einhverntímann í framtíðinni að opna landamærin aftur, sjái þeir ekki fjöldatúrisma sem hluta af framtíðinni. Ferðaþjónustufyrirtækin standa ráðþrota frammi fyrir þessari framtíðarsýn. Þúsundir fyrirtækja og tugþúsundir starfa standa og falla með þessu,“ skrifar Sigurgeir. Þá sé lúxussnekkjuiðnaðurinn, sem hafði byggst upp á Nýja-Sjálandi á síðustu árum og þarfnast mikillar sérþekkingar, nú hruninn. „Út frá þessu skapaðist annar iðnaður þar sem Nýsjálendingar voru afar vinsælir sem áhafnir á lúxussnekkjunum, oft i mjög eftirsóttum og hálaunuðum störfum. Þetta er nánast ógerningur i dag.“ Sigurgeir vill því meina að íslenska leiðin sé betri en sú nýsjálenska þegar allt kemur til alls. „Ætli Ísland alvarlega að skoða „nýsjálensku leiðina“ eins og Gunnar Smári leggur til, mæli ég eindregið með því að tekið verði tillit til þess sem ég hef nefnt i þessum pistli,“ skrifar hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hann skrifaði grein á Vísi um helgina þar sem hann lýsir lífinu í Nýja-Sjálandi; miklum göllum sem fylgja lokuðum landamærum, afar bágri stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði, sem hefur rokið upp úr öllu valdi. Öll ákvarðanataka stjórnvalda þar úti hafi líka litast af mikilli pólitík. Sigurgeir kveður upp þennan dóm sinn í lok greinarinnar: „Mér finnst betur staðið að málum á Íslandi með sóttvarnarteymið sem tekur pólitík að miklu leyti út úr þessu mjög svo erfiða máli.“ Margir Íslendingar vilja fara nýsjálensku leiðina Helsti munurinn á þeirri leið sem Nýsjálendingar hafa farið í baráttunni við veiruna og þeirri sem íslensk stjórnvöld hafa valið er fókusinn á að halda veirunni algjörlega fyrir utan samfélagið með hörðum aðgerðum á landamærunum. Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra og um þá Nýsjálendinga sem vilja koma inn í landið gildir að þeir þurfa að dvelja sóttvarnahóteli í 14 daga við komuna til landsins. Á móti hafa almennt verið mun vægari aðgerðir innanlands í Nýja-Sjálandi en á Íslandi, mun færri greinst með veiruna og þar af leiðandi mun færri sem hafa veikst alvarlega eða látist. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, gerði nýsjálensku leiðina að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku þar sem hann harmar það að Ísland hafi ekki farið sömu leið. Gunnar Smári Egilsson vill fara nýsjálensku leiðina. Margir úr stjórnarandstöðuflokkunum hafa talað fyrir svipuðum aðferðum, til dæmis þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Stöð 2 Hann vísar þá í að vilji mikils meirihluta þjóðarinnar sé sá að herða frekar aðgerðir á landamærum en innanlands. Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í apríl síðastliðnum sýndu að 92 prósent svarenda vildu frekar harðar aðgerðir á landamærum en innanlands. Gunnari Smára þótti ríkisstjórnin eiga að biðja þjóðina afsökunar á að hafa ekki farið þessa leið. Það er þessi grein Gunnars Smára sem varð til þess að Sigurgeir fann sig knúinn til að lýsa ástandinu í Nýja-Sjálandi nánar og benda á mikla galla leiðarinnar sem þar var farin. Kostar um hálfa milljón að koma heim Fyrst nefnir hann fyrirkomulagið á landamærunum, sem gerir þeim sem búa í Nýja-Sjálandi það nánast ógerlegt að ferðast nokkuð úr fyrir landsteinana. 14 daga dvöl á sóttvarnarhótelum við komuna til landsins kosti um 280 þúsund íslenskar krónur. „Það eru einungis 4000 herbergi sem gegna þessu hlutverki og ca. 500 þeirra eru ekki á „almenna markaðinum“ þar sem þau eru frátekin vegna sérstakra tilfella sem fá undanþágur. Það hafa helst verið „vinir“ ríkisstjórnarinnar, oft og tíðum mjög ríkir, sem fá slíkar undanþágur. Herbergin eru sett á síðu ráðuneytisins af og til og enginn veit hvenær. Herbergin hafa undanfarna mánuði selst upp á ca. ¾ úr sekúndu eftir að þau eru sett i sölu,“ skrifar hann. Þar hafi svokallaðir tölvubottar tekið yfir og þegar herbergi fara í sölu á netinu nái þeir að kaupa þau samstundis. Þeir sem ráða yfir slíkum bottum selja síðan herbergin á okurverði, oft í kring um 260 þúsund krónur aukalega. „Það er því ekki óvarlegt að áætla að Nýsjálendingar sem vilja komast heim, þurfi í dag að borga ca. 550.000 krónur til þess eins að fá aðgang að sóttkvíarhóteli, einhvern tímann á næstu mánuðum,“ skrifar Sigurgeir. Á Nýja-Sjálandi er mjög mikið um innflytjendur og hafa fjölmargir ekki getað hitt fjölskyldu sína og vini vegna ástandsins síðan faraldurinn hófst. Sjálfur komst Sigurgeir ekki í jarðarför tengdamóður sinnar og hefur ekki enn hitt afadóttur sína, sem fæddist í byrjun síðasta árs. Húsnæðismarkaður í hakki Efnahagurinn úti hefur að sögn Sigurgeirs haldist nokkuð góður. Það skýrist að miklu leyti af því að Nýja-Sjáland er matarkista og þar séu árlega framleiddar matvörur sem myndu endast Nýsjálendingum í 13 ár. Það sé líka vegna mikillar peningaprentunar stjórnvalda: „Ríkið dælir tugum milljarða dollara inn í hagkerfið, nánast vaxtalaust. Þetta hefur leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði sem hefur að meðaltali hækkað um 30% s.l. 12 mánuði og er nú orðið nánast ógerningur fyrir fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Einnig hefur mikið af þessum nánast fríu peningum farið i allslags viðhald og endurbætur á húsnæði og er nú nánast vonlaust að fá efni eða menn til slíkrar vinnu og verðið hefur rokið upp,“ skrifar hann. Til samanburðar má nefna að húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað um 16 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. Ferðaþjónustan í molum „Á meðan er ferðamannaiðnaðurinn í rústum og á sér ekki viðreisnarvon. Ráðherrar hafa hreinlega sagt að þegar þeir ákveða einhverntímann í framtíðinni að opna landamærin aftur, sjái þeir ekki fjöldatúrisma sem hluta af framtíðinni. Ferðaþjónustufyrirtækin standa ráðþrota frammi fyrir þessari framtíðarsýn. Þúsundir fyrirtækja og tugþúsundir starfa standa og falla með þessu,“ skrifar Sigurgeir. Þá sé lúxussnekkjuiðnaðurinn, sem hafði byggst upp á Nýja-Sjálandi á síðustu árum og þarfnast mikillar sérþekkingar, nú hruninn. „Út frá þessu skapaðist annar iðnaður þar sem Nýsjálendingar voru afar vinsælir sem áhafnir á lúxussnekkjunum, oft i mjög eftirsóttum og hálaunuðum störfum. Þetta er nánast ógerningur i dag.“ Sigurgeir vill því meina að íslenska leiðin sé betri en sú nýsjálenska þegar allt kemur til alls. „Ætli Ísland alvarlega að skoða „nýsjálensku leiðina“ eins og Gunnar Smári leggur til, mæli ég eindregið með því að tekið verði tillit til þess sem ég hef nefnt i þessum pistli,“ skrifar hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira