„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 20:00 Sum gagnrýni stjórnarandstöðunnar stenst ekki skoðun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01