Íslenski boltinn

Frá í allt að hálft ár

Valur Páll Eiríksson skrifar
Anna Rakel var áður á mála hjá Þór/KA.
Anna Rakel var áður á mála hjá Þór/KA. vísir/bára

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, er á leið í aðgerð og verður frá út árið.

Anna Rakel hefur aðeins leikið tvo leiki fyrir Val í sumar eftir að hún gekk í raðir liðsins frá Uppsala í Svíþjóð í vor. Hún staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að hún væri á leið í aðgerð vegna mjaðmameiðsla sem mun að líkindum halda henni frá fótboltavellinum 4-6 mánuði.

Anna Rakel er 22 ára og hefur leikið sjö landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún er uppalin á Akureyri og lék lengi vel með Þór/KA áður en hún spilaði með bæði Linköpings og Uppsala í Svíþjóð árin 2019 og 2020.

Valskonur unnu í gærkvöld 6-1 sigur á Þrótti í elleftu umferð Pepsi Max-deildarinnar og eru á toppi deildarinnar með 26 stig, í mikilli titilbaráttu við Breiðablik sem er sæti neðar með 24 stig.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×