Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 14:28 Flóðin hafa haft veruleg áhrif á samgöngur í héraðinu eins og sjá má á þessari mynd. AP/Chinatopix Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. Stíflan var sprengd seint á þriðjudagskvöld en hún var fyrir ofan borgina Luoyang. Úrhellisrigning hefur orsakað gríðarleg flóð, sérstaklega í Henan-héraði sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum og þá sérstaklega borgin Zhengzhou, höfuðborg héraðsins. Fréttastofa AP greinir frá. Tugir festust inni í neðanjarðarlestum, skólum og skrifstofum í nótt og minnst 25 hafa farist. Sjö er saknað vegna flóðanna. 3/3: More extraordinary scenes from the floods in central China - commuters on the Zhengzhou subway. There are other videos circulating on WeChat that show people in even worse predicaments - appears to be very destructive flooding. pic.twitter.com/hCJYq3ANyU— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021 Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári. Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu þar sem flóðin hafa breytt vegum í árfarvegi og skolað burtu bílum og öðrum farartækjum og fyllt kjallara. Minnst tíu lestir, með um 10 þúsund farþegum, voru strand í gær og í nótt og þrjár þeirra högguðust ekki í meira en fjörutíu klukkutíma. Terrible #floods also in #Henan, China. #ClimateCrisis. No place is "safe" any more.pic.twitter.com/y1htmYmCVI— Parents For Future #UprootTheSystem 24 Sept 2021 (@parents4future) July 20, 2021 Þá hafa flóðin haft veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið í héraðinu. Úrhellið varð til þess að rafmagnsleysi varð á spítölum og þurftu sjúkrahússstarfsmenn að beita handafli til að blása súrefni í lungu fólks sem er í öndunarvélum. Verið er að flytja um sex hundruð sjúklinga til annarra spítala sem ekki hafa orðið flóðunum að bráð. Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Stíflan var sprengd seint á þriðjudagskvöld en hún var fyrir ofan borgina Luoyang. Úrhellisrigning hefur orsakað gríðarleg flóð, sérstaklega í Henan-héraði sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum og þá sérstaklega borgin Zhengzhou, höfuðborg héraðsins. Fréttastofa AP greinir frá. Tugir festust inni í neðanjarðarlestum, skólum og skrifstofum í nótt og minnst 25 hafa farist. Sjö er saknað vegna flóðanna. 3/3: More extraordinary scenes from the floods in central China - commuters on the Zhengzhou subway. There are other videos circulating on WeChat that show people in even worse predicaments - appears to be very destructive flooding. pic.twitter.com/hCJYq3ANyU— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021 Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári. Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu þar sem flóðin hafa breytt vegum í árfarvegi og skolað burtu bílum og öðrum farartækjum og fyllt kjallara. Minnst tíu lestir, með um 10 þúsund farþegum, voru strand í gær og í nótt og þrjár þeirra högguðust ekki í meira en fjörutíu klukkutíma. Terrible #floods also in #Henan, China. #ClimateCrisis. No place is "safe" any more.pic.twitter.com/y1htmYmCVI— Parents For Future #UprootTheSystem 24 Sept 2021 (@parents4future) July 20, 2021 Þá hafa flóðin haft veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið í héraðinu. Úrhellið varð til þess að rafmagnsleysi varð á spítölum og þurftu sjúkrahússstarfsmenn að beita handafli til að blása súrefni í lungu fólks sem er í öndunarvélum. Verið er að flytja um sex hundruð sjúklinga til annarra spítala sem ekki hafa orðið flóðunum að bráð.
Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30