Enski boltinn

Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andros Townsend hefur skrifað undir tveggja ára samning við Everton.
Andros Townsend hefur skrifað undir tveggja ára samning við Everton. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images

Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Townsend kemur frítt frá Crystal Palace eftir að samningur hans við félagið rann út. Hann hittir nú fyrir gamla stjórann sinn, Rafa Benitez, en þeir unnu saman hjá Newcastle.

Hann á að baki 13 leiki fyrir enska landsliðið, en hann hóf feril sinn hjá Tottenham. Hann spilaði í norður Lundúnum í sjö ár áður en hann færði sig yfir til Newcastle árið 2016. Þar var hann í hálft ár en var keyptur til Crystal Palace eftir að Newcastle féll úr úrvalsdeildinni.

Asmir Begovic verður varamarkvörður Everton.Tony McArdle/Everton FC via Getty Images

Markvörðurinn Asmir Begovic er hugsaður sem varamarkvörður á eftir Jordan Pickford. Hann kemur með mikla reynslu inn í liðið og þessi 34 ára Bosníumaður segir að Everton sé á góðum stað til að ná árangri.

Begovic hefur verið á samning hjá ensku liði síðan 2005, en hann skaust fram á sjónarsviðið fimm árum seinna þegar hann var á mála hjá Stoke þar sem hann spilaði 160 leiki. Hann hefur einnig varið mark Chelsea og Bournemouth svo einhver lið séu nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×