Enski boltinn

Tilbúnir með plan b ef Håland kemur ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sasa Kalajdzic er undir smásjá Chelsea.
Sasa Kalajdzic er undir smásjá Chelsea. getty/Vincent Mignott

Chelsea er tilbúið með plan b ef liðinu tekst ekki að kaupa Erling Håland frá Borussia Dortmund.

Evrópumeistararnir eru í framherjaleit og hafa verið sterklega orðaðir við Håland. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Dortmund hafi hafnað tilboði Chelsea í Norðmanninn í síðustu viku.

Ef Chelsea tekst ekki að landa Håland gæti liðið horft til Austurríkismannsins Sasa Kalajdzic sem leikur með Stuttgart.

Þessi stóri og stæðilegi austurríski framherji skoraði sautján mörk fyrir Stuttgart í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Kalajdzic lék með austurríska landsliðinu á EM og skoraði eitt mark, gegn Ítalíu í sextán liða úrslitunum.

Chelsea er búið að selja Olivier Giroud til AC Milan og Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ekki mikla trú á Tammy Abraham. Þá náði Timo Werner sér ekki á strik á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.