Erlent

Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi

Árni Sæberg skrifar
Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt.
Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. AP/Daniel Leal-Olivas

Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar.

Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. 

Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak.

Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. 

Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. 

Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið.

Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum.

Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt.


Tengdar fréttir

Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.