Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. AP/Daniel Leal-Olivas Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021 England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40