Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:40 Boris Johnson ætlaði að sleppa sóttkví, þrátt fyrir að hafa verið útsettur fyrir smiti, og fara í dagleg Covid-próf í staðin. Hann hefur nú hætt við það. Leon Neal/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“ Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira