Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 13:45 Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindist smitaður af Covid-19 í morgun. EPA-EFE/VICKIE FLORES Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. „Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29
Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07