Erlent

Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkis­stjórnina

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sajid Javid sagði af sér sem fjár­mála­ráð­herra í fyrra en snýr ný aftur í hlut­verki heil­brigðis­ráð­herra.
Sajid Javid sagði af sér sem fjár­mála­ráð­herra í fyrra en snýr ný aftur í hlut­verki heil­brigðis­ráð­herra. getty/Chris J Ratcliffe

Sajid Javid, fyrr­verandi fjár­­mála­ráð­herra og innan­­­ríkis­ráð­herra Bret­lands, verður næsti heil­brigðis­ráð­herra eftir að Matt Hancock sagði af sér því em­bætti.

Eins og greint var frá í gær sagði Hancock af sér eftir hneykslis­mál en breskir miðlar birtu í vikunni mynd­efni af honum og sam­starfs­konu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast.

Sjá einnig:  Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald.

Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, sagði í yfir­lýsingu að hann hefði brugðist bresku þjóðinni og að ó­á­sættan­legt hafi verið að hann hafi ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað lands­menn um að gera það.

Sajid Javid, sem tekur við starfi Hancock, sagði af sér starfi sem fjár­mála­ráð­herra í ríkis­stjórn Boris John­son í febrúar í fyrra. Fjöldi ráð­herra var þá rekinn í ó­væntri upp­stokkun John­son á ríkis­stjórninni og sagði Javid af sér eftir að John­son gerði kröfu um að hann ræki alla ráð­gjafa sína.

Frétt The Guardian um málið.


Tengdar fréttir

Taldi ráð­herra í eigin ríkis­stjórn von­lausan með öllu

Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.